send link to app

Plöntulykill


4.9 ( 9899 ratings )
娱乐 教育
开发 Genium ehf
自由

Greiningarlykillinn er hannaður með það að leiðarljósi að allir geti notað hann óháð því hvort þeir þekki vel til Flóru Íslands. Það er tilkomið vegna ítarlegra teikninga af séreinkennum plantna.

Við þróun og smíði hugbúnaðarins var leitað í grasasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem farið var yfir tegundir íslensku Flórunnar. Leitað var eftir séreinkennum hverrar plöntu, þau skráð og flokkuð niður. Því næst voru einkennin borin saman við aðrar tegundir og þannig voru auðeinkenni tegunda meðal annars dregin fram.

Niðurstaðan er einfalt viðmót/flokkunaraðferð þar sem notandinn velur eftir þeim einkennum sem hann kýs sjálfur að greina eftir.

Greina má eftir fjölda krónublaða, lit, blaðröndum, stöðu á stöngli, stönglinum sjálfum, hæringu hans og/eða laufblöðum og svo mætti lengi telja.

Plöntulykillinn er ætlaður öllum aldurshópum og getur jafnframt þjónað hlutverki í tengslum við ferðaiðnaðinn og landkynningu, innan lands sem og utan. Fræðsluhlutverk hans er ótvírætt hvort sem um er að ræða umhverfisfræði, náttúrufræði, vistfræði, menningu og síðast en ekki síst nýsköpun.